AuðlindadeildAuðlindadeild hefur að meginmarkmiði að viðhalda og þróa íslenskar erfðaauðlindir í búfé og nytjajurtum og byggja upp sjálfbær framleiðslukerfi sem tryggja gæði og rekjanleika afurðanna frá framleiðanda til neytanda.

Kennslu- og rannsóknarviðfangsefni eru meðferð, ræktun og nýting gróðurs og lands, búfjár og ferskvatnsdýra til framleiðslu matvæla og annarrar atvinnu- og verðmætasköpunar, þar með taldir líffræðilegir, hagrænir og tæknilegir þættir.

Viðfangsefni Auðlindadeildar eru nýting landkosta og innlendra búfjárstofna til þess að framleiða matvæli og aðrar afurðir. Meginmarkmið deildarinnar að finna leiðir til þess að bæta nýtingu, lækka kostnað við framleiðslu og auka gæði en tryggja jafnframt að aukin hagkvæmni haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu landsins. Við Auðlindadeild er starfrækt námsbraut í búvísindum til BS prófs þar sem áhersla er lögð á búfjárrækt, jarðrækt og skyldar greinar.

Námsbraut í hestafræðum tók til starfa haustið 2007 og er sameiginlegt verkefni LbhÍ og Háskólans á Hólum. Nemendur stunda nám á báðum stöðum og útskrifast með sameiginlega gráðu frá skólunum tveimur.

Framhaldsnám í búvísindum er vaxandi við deildina og rannsóknanám til doktorsgráðu er hafið.

Deildarforseti
Auður Magnúsdóttir
s. 433 5000
deildarforseti@lbhi.is

Enskt heiti: Faculty of Animal and Land Resources