Bókasafn
Bókasafn LbhÍ er sérfræðisafn sem þjónar fagsviðum Landbúnaðarháskóla Íslands. Safnið starfar á Hvanneyri, Keldnaholti og Reykjum í Ölfusi.

Hlutverk
Bókasafn Landbúnaðarháskólans veitir starfsmönnum háskólans, nemendum og öðrum sem til hans leita, aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms, kennslu og rannsókna. Áhersla er lögð á stöðuga þróun við uppbyggingu bóka- og tímaritakost svo að jafnvægi skapist á milli vísinda- og fræðasviða háskólans. Boðið er upp á aðgang að úrvals gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.

Þjónusta á Hvanneyri
Bókasafn Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er opið alla daga kl. 08:00 - 16:00. Greiður aðgangur er að margvíslegu fræðsluefni hvort sem er á prentuðu eða rafrænu formi og veitt er ráðgjöf og aðstoð við upplýsingaleit. Annað efni er pantað frá öðrum söfnum í millisafnaláni. Viðvera starfsmanns er á miðvikudögum og fimmtudögum frá kl.8:00 - 15:30.

Þjónusta á Reykjum
Bókasafnið LbhÍ á Reykjum er opið virka daga frá kl. 8:00-16:00. Bóka- og tímaritakostur er sérhæfður á sviði garðyrkju. Annað efni er útvegað í millisafnaláni. Á bókasafni hafa nemendur aðgang að tölvum, prentara og ljósritunarvél. Guðrún Þórðardóttir starfar á bókasafninu á Reykjum en auk þess hefur hún viðveru á bókasafninu á Keldnaholti.