Efnarannsóknir Hvanneyri
 

Á efnarannsóknarstofum LbhÍ á Hvanneyri og Keldnaholti eru framkvæmdar ýmsar almennar efnagreiningar á fóðri og jarðvegi en einnig aðrar tilfallandi greiningar er tengjast rannsóknarverkefnum við skólann.

Í rannsóknarhúsi á Hvanneyri er einnig aðstaða til verklegrar kennslu í efnafræðigreinum og líffræðitengdum greinum.  Nemendur í rannsóknaverkefnum sem krefjast sérhæfðs tækjabúnaðar eða aðstöðu geta haft tímabundna vinnuaðstöðu á meðan á verkefni stendur. Helsti tækjabúnaður sem LbhÍ hefur yfir að ráða eru ICP (Inductively coupled plasma), NIRS (Near-infrared spectroscopy), FIA (Flow injection analysis) og Kjeldahl.