Fjarnám í búfræðiFjarnámið er byggt upp á svipaðan hátt og hefðbundið búfræðinám. Nemendur innritast á sama hátt í skólann og stunda námið á u.þ.b. hálfum hraða.

Þeir sem velja að ljúka búfræðiprófi í fjarnámi fá að sjálfsögðu metið fyrra nám á sama hátt og nemendur í hefðbundnu námi. Því er mikilvægt að skólinn fái sem gleggstar upplýsingar um fyrra nám hvers nemanda. Ósk um mat á fyrra námi þarf að koma frá nemandanum ekki er metið fyrra nám sé það eldra en 10 ára og einkunn þarf að lágmarki að hafa verið 6,0.

Samskipti nemenda og skóla eru í megindráttum um Internetið (veraldarvefinn). Því er mikilvægt að allir séu vel kunnugir slíkum samskiptum. Verklegir hlutar búfræðinámsins eru kenndir á námskeiðum, sem haldin eru eftir þörfum. Reynt er að stytta eins og mögulegt er, fjarveru nemenda frá búum sínum. Nánara skipulag þessa þáttar námsins er kynnt við upphaf hvers áfanga.