Fjarnámslausnir á háskólastigiVið Landbúnaðarháskóla Íslands er boðið upp á fjarnámslausnir í flestum námsgreinum í háskóladeilda. Fjarnámslausnir felast í upptökum á fyrirlestrum í staðarnámi. Nemendur með fjarnámslausnir geta hlustað á þessar upptökur í gegnum kennslukerfi LbhÍ. Fjarnemarnir geta hlustað á upptökurnar þegar þeim hentar – og oft á þá sömu ef því er að skipta. Nemendur verða að vera með ADSL tengingu. Þeir sem nýta fjarnámslausnir vinna sömu verkefni og staðarnemar.

Það er skyldumæting þegar verklegar vikur eru annars vegar, en þá kynna nemendur verkefni, taka þátt í verklegum æfingum og vettvangsferðum svo fátt eitt sé nefnt. Í þessum skipulögðu heimsóknum er verklegum æfingum þjappað saman á tvær til þrjár heimsóknir á hverri sjö vikna önn. Þriðja og sjötta kennsluvika á hverri stuttönn eru fráteknar sem “skyldumætingavikur“.
Nemendur sem nýta sér fjarnámslausnir geta fengið að taka lokapróf í heimabyggð eða nærri heimabyggð.