Græðum landið á ÍNNÁ ÍNN hefur verið á dagskrá um nokkurt skeið sjónvarpsþátturinn Græðum landið. Nokkrir starfsmenn Landbúnaðarháskólans hafa komið í þáttinn með innlegg og nú síðast, 11. september, ræddi Auður Magnúsdóttir deildarforseti við LbhÍ um sjálfbærni. 

Þættirnir eru aðgengilegir aftur í tímann á heimasíðu ÍNN hér. Þar má til dæmis finna eldri innslög frá Hlyni Óskarssyni, dósent við LbhÍ, um endurheimt votlendis og Ólafi Arnalds, prófessor við LbhÍ, um jarðvegsrof. 

 

Fleiri starfsmenn Landbúnaðarháskólans munu svo birtast á skjánum í vetur í þessum skemmtilega og fræðandi þætti.