HollvinafélagHollvinafélag Landbúnaðarháskóla Íslands var stofnað föstudaginn 29. apríl 2011 í Ásgarði á Hvanneyri. Mikill áhugi ríkti meðal fundarmanna, sem sjá ótal möguleika opnast með tilkomu félagsins.  Markmið félagsins er að efla  tengsl milli allra sem hafa lokið eða stundað nám við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Bændaskólann á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Sama gildir um núverandi og fyrrverandi starfsmenn og aðra sem bera hag LbhÍ fyrir brjósti. Síðast en ekki síst mun félagið styðja og efla starf Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stjórnin er þannig skipuð:
Þórir Haraldsson formaður.
Gamlar myndir. Áttu til myndir frá því að þú varst á Reykjum eða Hvanneyri? Eða varst starfsmaður þeirra stofnana sem síðar mynduðu LbhÍ? Leyfðu okkur að skanna myndirnar þínar! 

Skráðu þig! Ef þú skráir þig í félagið er tryggt að þú færð strax upplýsingar um það sem viðkemur félaginu. Sendu tölvupóst á barasif@lbhi.is með nafni, kt, heimilisfangi, netfangi og farsíma.
Fulltrúaráð Hollvinafélagsins. Sjá hér.
Gamlar myndir. Sjá hér.
Starfsreglur Hollvinafélags LbhÍ. Sjá hér.

Afmælisárgangar 2015


Árgangur 2005

Árgangur 1995

Árgangur 1985

Árgangur 1975

Árgangur 1965