Hvanneyrarbúið ehfLandbúnaðarháskóli Íslands hefur um árabil staðið fyrir umfangsmiklum búrekstri á Hvanneyri. Búreksturinn er grunnur fyrir mikilvæga þætti í kennslu og rannsóknum við stofnunina og hornsteinn íslenskra landbúnaðarvísinda. Áherslur hafa verið í búfjárrækt og jarðrækt en einnig á seinni árum í atferlis-, umhverfis- og orkuvísindum.

Búreksturinn er aðskilinn frá annarri starfsemi LbhÍ, en sérstakt félag, Hvanneyrarbúið ehf., sér um rekstur kúabúsins á Hvanneyri. Meginmarkmið er að reka kennslu- og tilraunabú í hæsta gæðaflokki fyrir starfsemi háskólans til afnota fyrir vísindasamfélagið. Skapa með því aðstöðu fyrir nemendur og starfsmenn LbhÍ og samstarfsmenn skólans, bæði utan lands og innan, til fræðslu og rannsókna sem tengjast landbúnaði, auðlindum og umhverfismálum í víðum skilningi.


Fylgstu með á Facebook síðu Hvanneyrarbúsins!