Náms- og starfsráðgjöfRáðgjöf um vinnubrögð í háskólanámi
Markmiðs- og áætlanagerð
Námstækni
Lífsstíll og venjur

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur
Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika
Streitu og kvíðastjórnun
Samstarf við sérfræðinga í sértækum málum
Námskeiðahald

Ráðgjöf og úræði vegna fötlunar og sértækra námsörðugleika
Prófaúrræði
Námsúrræði

Ráðgjöf við náms- og starfsval
Áhugasviðagreining
Mat og greining á náms- og starfsfærni
Miðlun upplýsinga um möguleika og framboð á námi og störfum

Áhugasviðspróf Strong
Áhugakönnun Strong (Strong Interest Inventory) er elsta og mest rannsakaða áhugasviðspróf í heimi. Margar milljónir manna víða um heim nota niðurstöður þess til þess að auðvelda val á námi og starfi. Á Íslandi hefur þetta próf verið í notkun frá árinu 1986. Flestir háskólar og framhaldsskólar landsins hafa aðgang að Áhugakönnun Strong.

Niðurstöður Áhugakönnunar Strong eru mjög víðtækar. Þær leiðbeina þér við að bera kennsl á eftirfarandi:
· Störf og starfsumhverfi sem líklegast er að þú verðir ánægð(ur) með.
· Samstarfsfólk sem þú átt ýmislegt sameiginlegt með.
· Námsleiðir sem henta þér.
· Áhugasvið þitt miðað við áhugasvið fólks í mismunandi störfum.
· Tómstundir.
· Ýmiss konar valkosti við val á starfi eða tómstundum.
· Almennt yfirlit yfir áhugasvið þitt.
· Starfs-og námsumhverfi sem fellur að áhugasviði þínu.
· Hvernig áhugasvið þitt lýsir stjórnunar- og samskiptastíl þínum og hversu vel þér fellur að taka áhættu.

Námskeið
Vantar þig betri undirbúning varðandi námstækni eða próftöku?
Ertu kvíðinn fyrir próf? Best er að mynda lítinn hóp til að auðvelda umræður.
Í boði er:
Námstækninámskeið
Prófkvíðanámskeið
Ferilskrá og atvinnuumsókn

Tenglar
www.adhd.is
Vefur til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir.
www.bendill.is
Rafræn áhugakönnun fyrir grunn- og framhalds- og háskólanema.
www.doktor.is

Upplýsingar um flest allt sem viðkemur heilsu
http://www.europass.is/
Upplýsingar um europass ferilskrá sem er safnheiti yfir staðlaða menntunar og starfshæfnimöppu eins og sjá má á heimasíðu europass.
www.ged.is
Geðrækt- Lýðheilsustöð
www.greining.is
Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins
http://online.onetcenter.org
Starfslýsingar á ensku.
www.idan.is
Samtök iðnaðarins – Veita upplýsingar og tengsl á milli menntunar, skóla og vinnu sem tengjast iðnaði.
www.lesblind.is
Vefur um lesblindu og Davis leiðréttingu. Einnig er hægt að finna þar mikið af upplýsingum um lesblindu og gagnlegum vefslóðum
www.les.is
Vefur sem býður alhliða náms- og sálfræðiþjónustu í hefðbundnum skilningi: Mat á skólastarfi og árangri náms og kennslu; - greiningar, ráðgjöf og meðferð