Náttúru- og umhverfisfræði
 

Námsbraut í Náttúru- og Umhverfisfræði til BS gráðu hefur að meginviðfangsefni að veita nemendum grunnþekkingu á íslenskri náttúru, náttúrufari og vistkerfum.  Áhersla er lögð á breiða, þverfaglega og  vistfræðilega nálgun og að nemendur þekki til helstu eininga og þátta innan vistkerfa og vistfræðilegra ferla. Þá er fjallað sérstaklega um samspil manns og náttúru og sjálfbæra nýtingu náttúrunnar. Sjá hér námsskrá fyrir Náttúru- og umhverfisfræði.

Nemendur geta valið á milli fjögurra námsleiða innan Náttúru- og Umhverfisfræðibrautar:

Almenn náttúrufræði
Veitir nemendum grunn í almennum náttúrufræðum með sérstakri áherslu á sérkenni íslenskrar náttúru.  Námsleiðin veitir góðan grunn fyrir framhaldsnám í fleiri greinum innan náttúrufræði sem og kennslufræði.

Náttúrunýting
Náttúrunýting sem veitir nemendum að auki grunnþekkingu á náttúruauðlindum og sjálfbærri nýtingu þeirra.  Námsleiðin veitir góðan grunn fyrir stefnumótun og skipulag sjálfbærrar náttúrunýtingar og mat á umhverfisáhrifum nýtingarinnar.

Þjóðgarðar - verndarsvæði
Námsleiðin gefur grunn í almennum náttúrufræðum en tekur einnig sérstaklega fyrir viðfangsefni þjóðgarða og verndarsvæða, s.s.  náttúrutúlkun, verndaráætlanir, náttúrvernd, útivist og skyld viðfangsefni. Ört stækkandi þjóðgarðar og verndarsvæði hérlendis krefjast vaxandi sérþekkingar á þessu sviði.

Náttúra og saga
Náttúra og saga tvinnar saman náttúrufræði (2 ár við LbhÍ) og sagnfræði (1 ár við Háskóla Íslands). Áhrif mannsins á náttúruna og áhrif náttúrunnar á framvindu sögunnar.  Á fáum stöðum er samspil manns og náttúru greinilegra en á Íslandi.  Grunnur undir frekari skoðun mannvistarsögunnar.

Störf
Nám í náttúru- og umhverfisfræðum er góð undirstaða undir allt framhaldsnám í náttúruvísindum. Það hentar vel fyrir margvísleg störf sem krefjast sérþekkingar á íslenskri náttúru, s.s. umsjón, stjórn og skipulag umhverfismála og landnýtingar, eftirlit og umsjón með náttúruverndarsvæðum og mat á umhverfisáhrifum. Einnig er námið kjörið fyrir þá sem hyggjast afla sér kennsluréttinda í náttúrufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

Umsókn um nám. Ýta hér.