Meistaranám
Auk þess að reka námsbrautir sem leiða til BS-gráðu er eitt meginverkefni skólans að sinna rannsóknanámi bæði til meistara- og doktorsgráðu. Markmið rannsóknanámsins er að sjá samfélaginu fyrir nauðsynlegu vísindastarfi á sérsviðum stofnunarinnar og mennta nýja vísindamenn á fræðasviðum skólans. Samtvinnun kennslu og rannsókna er megineinkenni á starfi LbhÍ. Erlent og innlent samstarf er lykilatriði í rannsóknanámi við LbhÍ, og námsdvalir við aðrar menntastofnanir erlendis eða innanlands eru jafnan hluti af rannsóknanáminu.

Sérhæfð aðstaða til námsins er fólgin í vel útbúnum kennslustofum og rannsóknastofum, tilraunaaðstöðu og tilheyrandi tækjabúnaði. Einnig nýtist vel landfræðileg nálægð við viðfangsefni sem tengjast almennum náttúrufarsrannsóknum í jarð-, jarðvegs- og líffræði og ýmiss konar auðlindafræðum.

Eftirfarandi framhaldsnám er í boði við Landbúnaðarháskóla Íslands:

1. Einstaklingsmiðað meistaranám, 2 ár (120 ECTS) með 30 -90 ECTS rannsóknaverkefni

Auðlinda- og umhverfisdeild:
MS próf í búvísindum og hestafræðum
MS próf í náttúru- og umhverfisfræði
MS próf í skógfræði
MS próf í landgræðslufræðum

2. Starfsmiðað meistaranám 2 ár (60e / 120 ECTS) með 15e / 30 ECTS rannsóknaverkefni

MS próf í búvísindum
MS í skipulagsfræðum

Umsóknarfrestur til að hefja framhaldsnám á haustönn er til 15. apríl en til að hefja nám á vorönn 15. október.
Krafist er 1. einkunnar (7,25) úr BS námi til að hljóta inngöngu í meistaranám.