Skógur/náttúra
Námið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis. Í því eru kenndar grunngreinar náttúrufræði, svo sem jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekking, plöntulífeðlisfræði, vistfræði og umhverfisfræði. Einnig er fjallað ítarlega um skógrækt, nýtingu skógarafurða, skjólbelti, útivistarsvæði og friðlönd.

Starfsvettvangur
Starfsvettvangur útskrifaðra nemenda er skóg- og trjárækt og verkstjórn á þeim sviðum. Jafnframt vinna þeir við margvísleg störf sem tengist uppgræðslu, landbótum, náttúruvernd, útivistar- og ferðaþjónustusvæðum, grænum svæðum í þéttbýli, ofl.

Verknám
72 vikur, þar af 60 vikur dagbókarskyldar.

Markmið Skógar- og náttúrubrautar
Að loknu námi geti nemendur m.a. nýtt sér og miðlað þekkingu á eftirfarandi:
• Náttúru Íslands
• Tegundum trjáa og runna, ræktun þeirra og umhirðu
• Fræsöfnun og sáningu fræs í náttúruna
• Gerð stíga, áningastaða og merkinga á útivistarsvæðum
• Gerð girðinga og hliða
• Íslenskum náttúruauðlindum og umhverfisvernd
• Ástandi lands út frá nýtingu og jarðvegsrofi
• Ræktun í íslenskum jarðvegi og áburðargjöf
• Nýrækt skóga, landgræðslu, skjólbeltarækt og jólatrjáarækt, grisjun og fellingu trjáa og úrvinnslu viðarafurða
• Sjálfbærri nýtingu og vistfræði Íslands
• Helstu skaðvöldum á trjám og runnum og hentugum mótvægisaðgerðum
• Rekstri smáfyrirtækja

Inntökuskilyrði
Bóknám og verklegar æfingar fara fram við skólann en verknám fer fram úti í atvinnulífinu á verknámsstöðum sem skólinn þarf að samþykkja fyrirfram. Gert er ráð fyrir að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en þeir hefja bóknám.

Umsækjandi þarf að hafa lokið tveimur til fjórum önnum í framhaldsskóla. Auk íslensku (6e), dönsku (4e), ensku (4e) og stærðfræði (4e) er ætlast til að nemendur hafi lokið grunnáföngum í efnafræði (3e), líffræði (3e), viðskiptagreinum (5e) og tölvufræði (3e).

Heimilt er að meta reynslu úr atvinnulífi til hluta fornáms á framhaldsskólastigi og er það skoðað hverju sinni.

Umsókn um skólavist skulu fylgja prófskírteini frá framhaldsskóla, vottorð um verklegt nám og reynslutíma og ósk um samþykki verknámsstaðar.

Umsókn um nám. Smella hér.