Starfsmenntanám á framhaldsskólastigi
Starfs- og endurmenntunardeild

Garðyrkjunám
Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Garðyrkjunám er kennt á Reykjum í Ölfusi (Hveragerði). Smella hér til að sjá Námskrá garðyrkjubrauta.

Blómaskreytingar
Nemendur fá undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að blómaskreytingum. Þeir eiga að þekkja stílbrigði blómaskreytinganna og fá innsýn í rekstur blómabúða.

Garðyrkjuframleiðsla
Þrjár leiðir: Garð- og skógarplöntubraut, ylræktarbraut og lífræn ræktun. Staðgóð þekking í garðyrkjuframleiðslu. Kennd eru undirstöðuatriði plöntu- og matjurtaframleiðslu.

Skógur/náttúra
Skógtæknanám veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt og umönnun umhverfis.

Skrúðgarðyrkja
Löggilt iðngrein. Sveinspróf að loknu verknámi. Nýframkvæmdir, umhirða og viðhald garða og græna svæða. Hellulagnir, hleðslur og önnur mannvirki í umhverfinu.

Búfræði
Tveggja ára nám í búfræði á framhaldsskólastigi. Kennsla fer fram á Hvanneyri í Borgarfirði. Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf