StarfsstöðvarAðalaðsetur Landbúnaðarháskólans er á Hvanneyri í Borgarfirði en skólinn er einnig með starfsemi á eftirtöldum stöðum: Keldnaholti í Reykjavík, Reykjum í Ölfusi, Möðruvöllum í Hörgárdal, Hesti í Borgarfirði og Stóra - Ármóti í Árnessýslu.

Ásgarður, Hvanneyri.Hvanneyri
Aðalstarfsstöð Landbúnaðarháskólans er á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar er hægt að stunda nám til BS prófs á fimm námsbrautum: búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfisskipulagi. Einnig er boðið upp á mastersnám og doktorsnám. Starfsmenntanám í búfræði fer jafnframt fram á Hvanneyri

Á staðnum er unnið að margvíslegum rannsóknum. Á staðnum eiga nú ríflega 300 manns lögheimili og á fimmta hundrað að nemendum skólans og öðrum sem dvelja til skemmri tíma meðtöldum. Þar er rekinn grunnskóli og leikskóli. Sjá kort hér.
 

 

Möðruvellir
Starfsstöð LbhÍ á Norðurlandi er á Möðruvöllum í mynni Hörgárdals um 14 km norðan við Akureyri. Möðruvellir henta afar vel til vistfræðilegra rannsókna til dæmis á næringarefnahringrásum og margskonar umhverfisáhrifum af landbúnaði, en þar er hægt að vakta ýmsar mælingar samfellt yfir lengra tímabil. Sjá meiri upplýsingar hér.
 

 

 

Keldnaholt
Á Keldnaholti í Reykjavík er aðalaðsetur rannsóknasviðs LbhÍ. Í næsta nágrenni er tilraunastöð LbhÍ í jarðrækt, Korpa. Kort.

 

 

 

Reykir - Garðyrkjuskólinn. Reykir
Starfsstöð Landbúnaðarháskólans að Reykjum tilheyrir Ölfusi en stendur rétt fyrir ofan sundlaugina í Laugaskarði í Hveragerði. Að Reykjum fer fram starfsmenntanám í blómaskreytingum, garðplöntuframleiðslu, skógrækt, skrúðgarðyrkju, umhverfisfræði og ylrækt. Sjá kort hér.

 

 

Stóra Ármót
LbhÍ rekur í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands tilraunastöð í nautgriparækt þar sem megináhersla er á fóðrun mjólkurkúa til hámarksafurða. Sérfræðingar Landbúnaðarháskóla Íslands hafa umsjón með tilraunastarfseminni sem fram fer. Stóra Ármót er um 650 ha að stærð. Jörðin liggur að ármótum þar sem Sogið og Hvítá renna saman í Ölfusá. 
 

 

 

Hestur og Hvanneyrarbúið
Á Hesti í Borgarfirði er kennslu- og tilraunafjárhús. Á Hvanneyri er kennslu- og tilraunafjós. Þeir nemendur sem stunda nám er lýtur að búskap og búvísindum fá kennslu á þessum stöðum.