HáskólaráðFundargerðir háskólaráðs  

Úr lögum um opinbera háskóla:
5. gr. Háskólaráð og stjórn háskóla.
Stjórn háskóla er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar heildarstefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskóla. Háskólaráð fer með almennt eftirlit með starfsemi háskólans í heild, einstakra skóla og háskólastofnana og ber ábyrgð á því að háskóli starfi í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli.
  Háskólaráð fer með úrskurðarvald í málefnum háskólans, einstakra skóla og stofnana sem honum tengjast og heyra undir háskólaráð eða skóla.
  Háskólaráð ber ábyrgð á framkvæmd samstarfssamninga sem háskóli gerir við fyrirtæki og aðrar stofnanir. Þá hefur háskólaráð yfirumsjón með fyrirtækjum, sjóðum og almennum eignum háskóla.
  Háskólaráð setur reglur1) og viðmið um ráðningu starfsfólks skóla og háskólastofnana, sbr. b- og c-lið 1. mgr. 4. gr.
  Háskólaráð getur framselt ákvörðunarvald sem rektor eða öðrum stjórnendum er fengið í einstökum málum eða málaflokkum til annarra stjórnenda enda sé það gert skriflega og tilkynnt sérstaklega.
  Fái háskólaráð til meðferðar málefni er varðar sérstaklega einn skóla skal ráðið leita álits forseta hans áður en málefnið er leitt til lykta. Með sama hætti skal háskólaráð leita álits forstöðumanns háskólastofnunar sem ekki heyrir undir skóla.

6. gr. Fulltrúar í háskólaráði.
  Rektor á sæti í háskólaráði og er hann jafnframt formaður ráðsins.
  Í háskólaráði háskóla með færri en 5.000 nemendur skulu auk rektors eiga sæti sex fulltrúar, tilnefndir til tveggja ára í senn:
   1. Tveir fulltrúar háskólasamfélagsins tilnefndir af háskólafundi.
   2. Einn fulltrúi tilnefndur af heildarsamtökum nemenda við háskólann.
   3. Einn fulltrúi tilnefndur af ráðherra.
   4. Tveir fulltrúar tilnefndir af þeim fulltrúum sem fyrir eru í háskólaráði.

Ef fyrsti varamaður getur ekki mætt er hinn kallaður til. Það er á ábyrgð aðalmanns að láta varamann vita. Ákveðið að öll fundargögn verða einnig send til varamanna í framtíðinni og að þeim ber skylda til að lesa þau  óháð því hvort þeir verða kallaðir inn á fund eða ekki. Ákveðið að dagskrá Háskólaráðsfundar verði lokuð eina viku fyrir fund og send til fundarmanna viku fyrir fund. Dagskrá verður svo endanlega samþykkt á viðkomandi fundi og ráðsmenn geta tekið ákvörðun um að breyta henni. Fundaáætlun verður ákveðin fyrirfram fyrir hvert misseri og birt í dagatali LbhÍ. (bókun 2, fundur 7-2016)