Þjónusta         

 

Afgreiðsla Landbúnaðarháskóla Íslands er staðsett í Ásgarði. Þar er opið alla virka daga frá kl 8.00-16.00. Síminn á skiptiborði er 433-5000. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið ritari@lbhi.is.

Kennsluskrifstofa er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Kennsluskrifstofa sér um móttöku og skráningu nemenda, stundarskrárgerð og annað sem varðar skipulag á framkvæmd kennslu, próftöflugerð, prófahald, rafræna ferilskrá nemenda og útskriftir skírteina og vottorða ofl. Hægt er að senda fyrirspurnir á kennsluskrifstofa@lbhi.is.  

Að útfylltri umsókn fær umsækjandi sendan veflykil í tölvupósti og með veflyklinum er hægt að fylgjast með stöðu umsóknar.

Náms- og starfsráðgjafi er staðsettur í Ásgarði. Opnir tímar eru þriðjudaga frá kl. 8:30-10 og fimmtudaga kl. 13-14:30.
Nemendur geta komið í opna tíma með styttri erindi án þess að panta viðtal fyrirfram. 

Alþjóðafulltrúi er staðsettur í Ásgarði. Þangað er hægt að leita hafi nemandi hug á því að taka hluta náms síns við erlenda há­skóla.

Bókasafn er staðsett á 2. hæð í Ásgarði. Bókasafn LbhÍ er sérfræðisafn sem þjónar fagsviðum Landbúnaðarháskóla Íslands. Safnið starfar á Hvanneyri, Keldnaholti og Reykjum í Ölfusi. Hægt er að hafa samband á netfanginu bokasafn@lbhi.is.

Bóksalan á Hvanneyri er staðsett í Rannsóknarhúsinu. Bóksalan er opin þegar starfsmaður er í húsi. Þess utan er hægt að hafa samband á netfangið rannsokn@lbhi.is. Hægt er að fá ljósritunarþjónustu á sama stað. Hægt er að fá kennslubækur fyrir bændadeild og takmarkað magn af ljósritum og íslensku efni fyrir háskóladeildir.