Þjónusta í Borgarbyggð
Borgarbyggð - ráðhúsið

Ráðhús Borgarbyggðar er að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Þar er hægt að skrá breytingar á lögheimili og þangað á að skila inn umsóknum um húsaleigubætur. S. 433 7100 .

Grunnskóli Borgarfjarðar
Grunnskóli Borgarfjarðar starfar á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Sjá heimasíðu Grunnskóla Borgarfjarðar. Ýta hér.  

Heilsugæslustöðin Borgarnesi
Heilsugæslan er opin kl. 8 -14 alla virka daga. Borgarbraut 65. s. 437 1400. Upplýsingar um læknavakt eftir lokun skiptiborðs s. 437 1400. Vaktlæknir s. 852 4900.

Húsaleigubætur
Á www.borgarbyggd.is er að finna umsóknareyðublað um húsaleigubætur. Til að fá húsaleigubætur þarf að skila inn: Launaseðlum síðustu þriggja mánaða, staðfestu afriti af síðustu skattaskýrslu, þinglýstum húsaleigusamningi. Umsókninni ásamt gögnunum er skilað í Ráðhús Borgarbyggðar í Borgarnesi. Sjá einnig á vef ráðuneytisins. Ýta hér.

Jöfnunarstyrkir
Nemendur á framhaldsskólastigi, sem fá ekki lán hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnunar námskostnaðar. Umsóknina á að senda til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna. Allar upplýsingar er að finna á www.lin.is.

Leikskólinn Andabær
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri í Borgarbyggð er þriggja deilda leikskóli. Í byrjun árs 2009 flutti leikskólinn í nýtt húsnæði. Að jafnaði eru börn tekin inn í leikskólann 18 mánaða. S. 4370120. Sjá hérMyndband um leikskólann. Sjá hér

Lyf
Lyfja er á Hyrnutorgi í Borgarnesi. Síminn er 437 1168. Læknasími: 437 2068.

Skessuhorn
Vesturlandsblaðið Skessuhorn hefur komið út vikulega síðan 1998 og er stærsta héraðsfréttablað landsins. Einnig rekur Skessuhorn ehf. fréttavefinn www.skessuhorn.is en þar er að finna m.a. fréttir frá Vesturlandi, hvað er á döfinni og smáauglýsingar.

Rútuferðir
Sjá www.trex.is

Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Bjarnarbraut 2, s. 433 7600 .
Mánudag til föstudaga kl. 9-15.
Þinglýsingar samninga, ökuskírteini, vegabréf og þar er umsjón almannatrygginga.