Umhverfisstefna
Landbúnaðarháskóli Íslands ætlar að vera í framvarðarsveit á sviði sjálfbærar landnýtingar, umhverfis- og náttúrufræða á Íslandi og vill vinna að þessum málum í samvinnu við aðra sem áhuga hafa.

Markmið:
-Að sjónarmið umhverfis- og náttúruverndar, og sjálfbær þróun verði höfð að leiðarljósi í rekstri, stjórnun, starfsemi og uppbyggingu LbhÍ.
-Að bjóða nemendum og starfsfólki upp á aðstöðu, þjónustu og afþreyingu, þar sem ábyrg umgengni við náttúruna og umhverfi er höfð að leiðarljósi og almenn vellíðan og heilbrigði eru lykilatriði.
-Að ásýnd og aðkoma að starfstöðvum LbhÍ sé myndarleg og lýsandi fyrir starfssemina, búrekstur til fyrirmyndar og sýnilegur og gott aðgengi og fræðsla um starfssemina í fyrirrúmi.
-Að landnýting, þ.m.t. búrekstur, á jörðum LbhÍ sé stunduð í sem mestri sátt við umhverfið og miði að því að viðhalda eða bæta landgæði. Jafnframt sé stuðlað að verndun, viðhaldi og endurheimt náttúrulegra vistkerfa í takt við gildandi umhverfisstefnu.
-Að minnka losun kolefnis og auka bindingu með það að markmiði að binda jafn mikið kolefni og það sem losnar við starfssemi LbhÍ. Jafnframt verði orkunýting bætt og hlutur endurnýjanlegra orkugjafa aukin.
-Að stuðla að umhverfisvænni samgöngum með notkun minna mengandi bíla og almenningssamgangna og reiðhjóla þegar það er hægt.
-Að bæta nýtingu verðmæta, endurnota og endurvinna úrgang og tryggja rétta meðhöndlun eitur- og spilliefna.
-Að umhverfisstefnan og framkvæmd hennar sé sýnileg bæði innan og utan LbhÍ og að árangursmat sé gegnsætt. / Útdráttur