Útgáfa- og kynningÞann 1. júlí 1999 tóku gildi ný lög um búnaðarfræðslu nr. 57/1999 og leystu af hólmi búfræðslulögin frá 1978. Með þessum nýju lögum var formlega stofnaður Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri sem tók við viðverkefnum Bændaskólans á Hvanneyri. Hlutverk menntastofnana landbúnaðarins var nú mun víðtækara skilgreint í nýjum búfræðslulögum en í eldri lögum og sérstaklega fékk Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri aukið hlutverk þar sem hann gat nú brautskráð nemendur með allar námsgráður grunn- og framhaldsnáms á háskólastigi. Nýjum lögum fylgdu margháttaðar skipulagsbreytingar á stjórnsýslu og starfsemi skólans. Ein megin breytingin var fólgin í breyttri yfirstjórn hans.

Ný fræðastofnun á gömlum grunni
Landbúnaðarháskóli Íslands er reistur á grunni öflugrar rannsóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. LbhÍ tók til starfa í upphafi árs 2005.

Aðalstarfstöð skólans er á Hvanneyri. Megin viðfangsefni hans er nýting og verndun náttúruauðlinda á landi og bæði er boðið upp á háskólanám og starfsmenntanám. Landbúnaðarháskólinn hefur talsverða sérstöðu í mengi háskólanna.

Örar breytingar í þjóðfélaginu kalla á mun víðtækari þekkingu á náttúru Íslands og nýtingu hennar en áður. Landnot verða æ fjölbreyttari og því er nauðsynlegt að mennta mun stærri hóp en áður til starfa á þessu sviði. Stærri og fleiri svæði eru tekin til íbúðarbyggðar, skógræktar, uppgræðslu, vega, virkjana og ekki síst ferðaþjónustu