Hestafræði BS
Hestafræði er heiti á sameiginlegri námslínu LbhÍ og Hólaskóla – Háskólans á Hólum, til BS-prófs. Hér er á ferð innihaldsríkt, alhliða nám sem er sett upp sem sameiginleg námsgráða LbhÍ og Hólaskóla – Há­skólans á Hólum en námsvistin skiptist á milli beggja skólanna eftir árum. 

Sjá hér námsskrá fyrir Hestafræði

Skipulag námsbrautarinnar er í stórum dráttum þannig að grunnfög raungreina og sérfög bú­vísinda ásamt rekstrargreinum eru kennd á Hvanneyri, en námskeið í reið­mennsku og flestum sérhæfð­um hestafögum fara fram á Hólum. Í náminu er lögð áhersla á að skapa traustan þekkingargrunn á öllum svið­um hestafræða með sérstaka áherslu á íslenska hestinn. Við LbhÍ er starfrækt fullbú­in hestamið­stöð þar sem nemendur geta m.a. leigt að­stöðu fyrir eigin hross.

Störf
Nám á hestafræðalínu undirbýr fólk fyrir störf í atvinnugreininni við rekstur hrossabúa og fyrir sérhæfða þjónustu, ráðgjöf og hverskyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn.

Framhaldsnám
Námið hentar einnig mjög vel sem undirbúningur fyrir framhaldsnám til meistaragráðu á sviði hestafræða stunda má við LbhÍ. Þá er einnig möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu.

Umsókn um nám. Ýta hér.