Kennslusvið
Kennsluskrifstofa

Kennslustjóri annast daglega verkstjórn og forstöðu kennsluskrifstofu. Kennsluskrifstofa sér um móttöku og skráningu nemenda, stundarskrárgerð og annað sem varðar skipulag á framkvæmd kennslu, próftöflugerð, prófahald, rafræna ferilskrá nemenda og útskriftir skírteina og vottorða ofl. Á kennslusviði er einnig alþjóðafulltrúi sem annast þjónustu við erlenda gestastúdenta og stúdenta LbhÍ sem sækja nám sitt að hluta til erlendra menntastofnana. Alþjóðafulltrúi er staðgengill kennslustjóra í fjarveru hans. 

Á kennsluskrifstofu starfa:

Álfheiður Marínósdóttir - kennslustjóri (S: 4335020)

Þórunn Edda Bjarnadóttir - deildarfulltrúi (S: 4335029)

Álfheiður Sverrisdóttir - verkefnastjóri í menntastofnun (S: 4335028)

Þess að auki hefur tölvuþjónustan aðstöðu á kennsluskrifstofu. Sjá hér.

Námsbrautastjórar
Námsbrautastjórar annast faglega umsjón námsbrauta og hafa eftirlit með framkvæmd kennslu á viðkomandi námsbraut og frumkvæði að þróun og gæðastarfi á vettvangi brautarinnar. Þeir gera tillögur í samvinnu við deildarforseta um breytingar á námsbrautum og vali á kennurum, bæði fastra kennara og aðfenginna kennslukrafta. Námsbrautarstjóri annast fagleg samskipti við kennara og nemendur sinnar brautar.
 

Kennsluskrifstofa LbhÍ er opin alla daga frá kl 8.00 til 15.30.